Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 10:55 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn. Fréttablaðið/Ernir Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Vigdís greinir frá þessu sjálf á Facebook-síðu hennar en í febrúar kærði hún borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar voru á síðasta ári. Skömmu áður hafði Persónuvernd úrskurðað að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Kæru Vigdísar var hins vegar vísað frá af sýslumanni en Vigdís kærði niðurstöðu hans til dómsmálaráðuneytisins sem nú hefur komist að niðurstöðu. Í henni er vísað til 2. mgr 93. gr. laga um sveitarstjórnarkosninga sem fjallar um kosningakærur. Þar segir að iðkomandi sýslumaður skuli skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefnið þegar er honum hefur borist kæra. Skal hann leita umsagnar yfirkjörstjórnar um kæru og skal hún láta uppi álit sitt innan viku frá því að hún fékk kæruna og kjörnefnd kveða upp úrskurð sinn innan viku þar frá. Vigdís Hauksdóttir ræddi niðurstöðu ráðuneytisins í Bítinu á Bylgjunni á morgun þar sem hún sagði niðurstöðuna vera áfangasigur. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Vigdís greinir frá þessu sjálf á Facebook-síðu hennar en í febrúar kærði hún borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar voru á síðasta ári. Skömmu áður hafði Persónuvernd úrskurðað að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Kæru Vigdísar var hins vegar vísað frá af sýslumanni en Vigdís kærði niðurstöðu hans til dómsmálaráðuneytisins sem nú hefur komist að niðurstöðu. Í henni er vísað til 2. mgr 93. gr. laga um sveitarstjórnarkosninga sem fjallar um kosningakærur. Þar segir að iðkomandi sýslumaður skuli skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefnið þegar er honum hefur borist kæra. Skal hann leita umsagnar yfirkjörstjórnar um kæru og skal hún láta uppi álit sitt innan viku frá því að hún fékk kæruna og kjörnefnd kveða upp úrskurð sinn innan viku þar frá. Vigdís Hauksdóttir ræddi niðurstöðu ráðuneytisins í Bítinu á Bylgjunni á morgun þar sem hún sagði niðurstöðuna vera áfangasigur. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35
Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31
Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20