Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 11:20 Vigdís ætlar að kæra frávísun sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins. Vísir/vilhelm Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00 Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels