Fundaði með fulltrúum Landsréttar og dómstólasýslunnar síðdegis í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2019 21:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum Landsréttar, dómstólasýslunnar og sérfræðingum dómsmálaráðuneytisins um næstu skref vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll á þriðjudaginn. Líkt og kunnugt er var ákveðið að fresta öllum dómsmálum í Landsrétti út þessa viku en í tilkynningu sem Landsréttur sendi frá sér í morgun kemur fram að frá og með mánudegi í næstu viku muni aðeins ellefu dómarar sinna dómstörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu þannig að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þá hefur dómstólasýslan farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands segir ljóst að enn sé uppi ákveðin óvissa um framhaldið. „Ég teldi skynsamlegt eins og staðan er núna að reyna að fá það á hreint hvort dómstóllinn tekur málið fyrir í yfirdeild og það er niðurstaða sem gæti legið fyrir kannski eftir nokkra mánuði,“ segir Björg. Hægt væri að brúa bilið fram að þeim tíma með því að það fjórir nýjir verði settir dómarar við réttinn í millitíðinni. „Mér finnst kannski óþarfi að grípa til varanlegra lausna núna þegar það er ekki endilega vitað hver verður niðurstaða yfirdeildar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum Landsréttar, dómstólasýslunnar og sérfræðingum dómsmálaráðuneytisins um næstu skref vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll á þriðjudaginn. Líkt og kunnugt er var ákveðið að fresta öllum dómsmálum í Landsrétti út þessa viku en í tilkynningu sem Landsréttur sendi frá sér í morgun kemur fram að frá og með mánudegi í næstu viku muni aðeins ellefu dómarar sinna dómstörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu þannig að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þá hefur dómstólasýslan farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands segir ljóst að enn sé uppi ákveðin óvissa um framhaldið. „Ég teldi skynsamlegt eins og staðan er núna að reyna að fá það á hreint hvort dómstóllinn tekur málið fyrir í yfirdeild og það er niðurstaða sem gæti legið fyrir kannski eftir nokkra mánuði,“ segir Björg. Hægt væri að brúa bilið fram að þeim tíma með því að það fjórir nýjir verði settir dómarar við réttinn í millitíðinni. „Mér finnst kannski óþarfi að grípa til varanlegra lausna núna þegar það er ekki endilega vitað hver verður niðurstaða yfirdeildar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12