Innlent

Stormur og meiri rigning í kortunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úrkomuspáin klukkan ellefu í dag leit svona út um áttaleytið í morgun.
Úrkomuspáin klukkan ellefu í dag leit svona út um áttaleytið í morgun. Skjáskot/veðurstofan
Í dag má búast við rigningu og strekkingsvindi framan af degi fyrir austan. Á Norðurlandi verður mun hægari vindur og stöku skúrir en yfirleitt bjart. Vaxandi austanátt í kvöld og nótt.

Allhvöss austan- og norðaustanátt á morgun og jafnvel stormur um tíma suðaustanlands. Þá gæti rignt talsvert á því svæði og lengra austur. Sums staðar verður svo dálítil væta fyrir norðan en annars þurrt.

Þá verður áfram fremur milt veður og útlit fyrir áframhaldandi norðaustlæga átt út vikuna en fer hægt kólnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.

Á þriðjudag:

Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.

Á föstudag og laugardag:

Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×