Telja sennilegt að ökumaðurinn hefði bjargast hefði hann verið í bílbelti Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 15:12 Loftmynd af slysavettvangi. Leið bifreiðarinnar er merkt með gulu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira