Telja sennilegt að ökumaðurinn hefði bjargast hefði hann verið í bílbelti Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 15:12 Loftmynd af slysavettvangi. Leið bifreiðarinnar er merkt með gulu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira