Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 22:11 Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum. Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum.
Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira