Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 22:11 Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum. Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum.
Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira