Agnes Bragadóttir hætt hjá Morgunblaðinu eftir 35 ára starf Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2019 11:10 Agnes Bragadóttir á að baki langan og farsælan feril í fjölmiðlum, lengst af á Morgunblaðinu. Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri. Kveðjuhóf til heiðurs Agnesi var haldið á ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær. Agnes varð 67 ára þann 19. september síðastliðinn. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla um starfslokin að henni hafi þótt þetta góð tímamót til að láta staðar numið. Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að tilfinningarnar væru blendnar. Hún kveðji vinnufélagana með trega og söknuði en finni um leið fyrir tilhlökkun. Hún hyggist jafnframt hlúa vel að heilsunni eftir slæmt fótbrot í fyrra, sem varð þess valdandi að hún var í rúmt hálft ár í gifsi og hjólastól. Agnes er með kennara- og íþróttakennarapróf og starfaði við kennslu og handboltaþjálfun á Ísafirði. Þá lauk hún háskólaprófi í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hóf blaðamennskuferilinn á Tímanum árið 1980 og var því í nær fjörutíu ár í bransanum. Hjá Morgunblaðinu starfaði hún lengst af sem blaðamaður. Þá stýrði hún einnig menningar- og viðskiptaumfjöllun og gegndi starfi fréttastjóra. Við þetta má bæta að Agnes er grjótharður Víkingur eins og kom á daginn þegar Stefán Árni Pálsson skellti sér í Víkina í fyrra. Víkingur varð bikarmeistari í sumar og því eftirminnilegt ár hjá Agnesi. Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri. Kveðjuhóf til heiðurs Agnesi var haldið á ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær. Agnes varð 67 ára þann 19. september síðastliðinn. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla um starfslokin að henni hafi þótt þetta góð tímamót til að láta staðar numið. Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að tilfinningarnar væru blendnar. Hún kveðji vinnufélagana með trega og söknuði en finni um leið fyrir tilhlökkun. Hún hyggist jafnframt hlúa vel að heilsunni eftir slæmt fótbrot í fyrra, sem varð þess valdandi að hún var í rúmt hálft ár í gifsi og hjólastól. Agnes er með kennara- og íþróttakennarapróf og starfaði við kennslu og handboltaþjálfun á Ísafirði. Þá lauk hún háskólaprófi í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hóf blaðamennskuferilinn á Tímanum árið 1980 og var því í nær fjörutíu ár í bransanum. Hjá Morgunblaðinu starfaði hún lengst af sem blaðamaður. Þá stýrði hún einnig menningar- og viðskiptaumfjöllun og gegndi starfi fréttastjóra. Við þetta má bæta að Agnes er grjótharður Víkingur eins og kom á daginn þegar Stefán Árni Pálsson skellti sér í Víkina í fyrra. Víkingur varð bikarmeistari í sumar og því eftirminnilegt ár hjá Agnesi.
Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56