Agnes Bragadóttir hætt hjá Morgunblaðinu eftir 35 ára starf Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2019 11:10 Agnes Bragadóttir á að baki langan og farsælan feril í fjölmiðlum, lengst af á Morgunblaðinu. Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri. Kveðjuhóf til heiðurs Agnesi var haldið á ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær. Agnes varð 67 ára þann 19. september síðastliðinn. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla um starfslokin að henni hafi þótt þetta góð tímamót til að láta staðar numið. Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að tilfinningarnar væru blendnar. Hún kveðji vinnufélagana með trega og söknuði en finni um leið fyrir tilhlökkun. Hún hyggist jafnframt hlúa vel að heilsunni eftir slæmt fótbrot í fyrra, sem varð þess valdandi að hún var í rúmt hálft ár í gifsi og hjólastól. Agnes er með kennara- og íþróttakennarapróf og starfaði við kennslu og handboltaþjálfun á Ísafirði. Þá lauk hún háskólaprófi í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hóf blaðamennskuferilinn á Tímanum árið 1980 og var því í nær fjörutíu ár í bransanum. Hjá Morgunblaðinu starfaði hún lengst af sem blaðamaður. Þá stýrði hún einnig menningar- og viðskiptaumfjöllun og gegndi starfi fréttastjóra. Við þetta má bæta að Agnes er grjótharður Víkingur eins og kom á daginn þegar Stefán Árni Pálsson skellti sér í Víkina í fyrra. Víkingur varð bikarmeistari í sumar og því eftirminnilegt ár hjá Agnesi. Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri. Kveðjuhóf til heiðurs Agnesi var haldið á ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær. Agnes varð 67 ára þann 19. september síðastliðinn. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla um starfslokin að henni hafi þótt þetta góð tímamót til að láta staðar numið. Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að tilfinningarnar væru blendnar. Hún kveðji vinnufélagana með trega og söknuði en finni um leið fyrir tilhlökkun. Hún hyggist jafnframt hlúa vel að heilsunni eftir slæmt fótbrot í fyrra, sem varð þess valdandi að hún var í rúmt hálft ár í gifsi og hjólastól. Agnes er með kennara- og íþróttakennarapróf og starfaði við kennslu og handboltaþjálfun á Ísafirði. Þá lauk hún háskólaprófi í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hóf blaðamennskuferilinn á Tímanum árið 1980 og var því í nær fjörutíu ár í bransanum. Hjá Morgunblaðinu starfaði hún lengst af sem blaðamaður. Þá stýrði hún einnig menningar- og viðskiptaumfjöllun og gegndi starfi fréttastjóra. Við þetta má bæta að Agnes er grjótharður Víkingur eins og kom á daginn þegar Stefán Árni Pálsson skellti sér í Víkina í fyrra. Víkingur varð bikarmeistari í sumar og því eftirminnilegt ár hjá Agnesi.
Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56