Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2019 13:41 Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. Sorpu Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum á föstudag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrðu bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að lána Sorpu 990 milljónir til að ljúka við framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Að mati stjórnarinnar er mikilvægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mistaka sem voru gerð við framsetningu og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hafi orsakað frávik á áætluðum framkvæmdakostnaði við gas- og jarðgerðarstöðina.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.Innri endurskoðun ráðgerir að fimm hundruð klukkustundir fari í úttektina og að verkefnateymi innri endurskoðunar og ráðgjafar frá Ernst & Young muni skipta með sér verkþáttum. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt 5. desember næstkomandi á sameiginlegum fundi endurskoðunarnefndar og stjórnar Sorpu bs. „Áhersla er lögð á stjórnarhætti SORPU með það í huga að alvarleg mistök voru gerð sem hafa haft umtalsverð áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjárstýringu. Í því sambandi er talið mikilvægt að skoða umgjörð og stjórnarhætti Sorpu bs. með áherslu á áætlunargerð og ákvörðunartöku vegna fjárfestingar í gas- og jarðgerðarstöð. Þá er jafnframt lögð áhersla á að rýna þær úttektir sem áður hafa verið gerðar á eftirlitsumhverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman umfjöllun á einum stað um félagsform og rekstrarforsendur á bak við ákvarðanir.“ Skoðað verður hvernig útdeilingu valds og ábyrgðar er háttað og lagt mat á hvernig stjórn sinnir innra eftirliti. Í því sambandi verður skoðað hvernig upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar hefur verið. Markmiðið er að kanna fylgni við settar stefnur og verklagsreglur. Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45 Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30 Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum á föstudag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrðu bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að lána Sorpu 990 milljónir til að ljúka við framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Að mati stjórnarinnar er mikilvægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mistaka sem voru gerð við framsetningu og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hafi orsakað frávik á áætluðum framkvæmdakostnaði við gas- og jarðgerðarstöðina.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.Innri endurskoðun ráðgerir að fimm hundruð klukkustundir fari í úttektina og að verkefnateymi innri endurskoðunar og ráðgjafar frá Ernst & Young muni skipta með sér verkþáttum. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt 5. desember næstkomandi á sameiginlegum fundi endurskoðunarnefndar og stjórnar Sorpu bs. „Áhersla er lögð á stjórnarhætti SORPU með það í huga að alvarleg mistök voru gerð sem hafa haft umtalsverð áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjárstýringu. Í því sambandi er talið mikilvægt að skoða umgjörð og stjórnarhætti Sorpu bs. með áherslu á áætlunargerð og ákvörðunartöku vegna fjárfestingar í gas- og jarðgerðarstöð. Þá er jafnframt lögð áhersla á að rýna þær úttektir sem áður hafa verið gerðar á eftirlitsumhverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman umfjöllun á einum stað um félagsform og rekstrarforsendur á bak við ákvarðanir.“ Skoðað verður hvernig útdeilingu valds og ábyrgðar er háttað og lagt mat á hvernig stjórn sinnir innra eftirliti. Í því sambandi verður skoðað hvernig upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar hefur verið. Markmiðið er að kanna fylgni við settar stefnur og verklagsreglur.
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45 Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30 Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45
Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30
Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34