Argentínski framherjinn Paulo Dybala vill vera áfram hjá Juventus og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði ítölsku meistaranna.
Samkvæmt heimildum Sky Sports undirbýr Juventus tilboð í Romelu Lukaku, framherja Manchester United, og er tilbúið að bjóða Dybala í skiptum fyrir Belgann.
Dybala vill helst vera áfram hjá Juventus. Hann fékk lengra sumarfrí vegna Suður-Ameríkukeppninnar en er tilbúinn að mæta aftur til æfinga fyrr en áætlað er til að reyna að heilla Maurizio Sarri, nýjan knattspyrnustjóra Juventus.
Juventus keypti Dybala frá Palermo sumarið 2015. Argentínumaðurinn hefur fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus og þrisvar sinnum bikarmeistari.
Á síðasta tímabili skoraði Dybala tíu mörk fyrir Juventus í öllum keppnum. Hann hefur alls skorað 78 mörk í 182 leikjum fyrir félagið.
Orðaður við Man. Utd. en vill vera áfram hjá Juventus
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

