Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:09 Julian Assange. Vísir/getty Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30