Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:45 Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira