Hver viðvörunin á fætur annarri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 23:24 Hríðin er þegar farin að ágerast Vísir/vilhelm Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig. Veður Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig.
Veður Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira