Friðsamir mótmælendur handteknir í Kasakstan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 17:17 Nursultan Nazarbayec, fyrrverandi forseti Kasakstan styður framboð Kasym-Zjomart Tokayev til forseta. getty/David Mareuil Lögreglan í Kasakstan hefur handtekið hundruð mótmælenda sem flykktust á götur Almaty borgar til að mótmæla kosningum til forseta, sem verður fyrsti nýi forseti landsins í 30 ár. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Boðað var til kosninga eftir að Nursultan Nazarbayev, forseti landsins til margra áratuga, sagði af sér í mars. Nazarbayev er 78 ára gamall og hefur setið sem forseti síðan árið 1991 en fyrir það var hann aðalritari kasakska kommúnistaflokksins frá 1989. Nazarbayev valdi Kasym-Zjomart Tokayev, sem er bráðabirgðaforseti landsins nú, sem eftirmann sinn og er talinn mjög líklegur til að vinna kosningarnar. Mótmælendur og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar halda því fram að kosningarnar sem fara fram í dag, sunnudag, séu ekki frjálsar og sanngjarnar. Tokayev, sem er 66 ára gamall, segir þessar ásakanir ekki vera á rökum reistar og lýsti kosningaferlinu sem lýðræðislegu og opnu. Mótmælin eru viðamikil og eru þau fyrstu í landinu í mörg ár. Greint hefur verið frá því að þau fari fram bæði í höfuðborg landsins, Nur-Sultan og stærstu borg þess, Almaty. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en hundruð mótmælenda, sem hafa kallað eftir því að fólk sniðgangi atkvæðagreiðsluna, auk fréttamanna og aðgerðarsinna sem fylgdust með hafa verið handteknir af lögreglu.Kasym-Zjomart Tokayev greiðir atkvæði sitt í Nur-Sultan, höfuðborg Kasakstan.epa/IGOR KOVALENKOMarat Kozhayev, aðstoðarinnanríkisráðherra Kasakstan, sagði að 500 manns hafi verið handteknir á „ólöglegum fjöldafundum,“ samkvæmt fréttastofu AFP. Fréttamaður BBC í Nur-Sultan hefur séð fólk dregið inn í rútur af óeirða lögreglu. Tokayev, sem greitt hefur atkvæði í höfuðborginni, hefur hvatt lögreglu til að hafa hemil á sér. Hann sagði í samtali við BBC að ríkisstjórn hans væri umburðarlynd við þá sem hefðu aðrar skoðanir.Lýðræðisleg stjórnarskipti „bellibrögð“ Mukhtar Ablyazov, leiðtogi bannaða stjórnarandstöðuhópsins Lýðræðisrödd Kasakstan (e. The Democratic Choice of Kazakhstan), hvatti stuðningsmenn sína til að flykkjast út á götur til að mótmæla kosningunum. Ablayazov, sem gerður hefur verið útlægur, telur atkvæðagreiðsluna falsaða og að útkoman sé nú þegar ákveðin, en hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla í dag og á morgun. Í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum segir að „þúsundir mótmælenda“ hafi safnast saman á Astana torgi í Almaty. Mótmælendur kölluðu slagorðin „sniðganga“ og „lögreglan með fólkinu“ áður en þeim var dreift af lögreglu. Lýðræðisleg stjórnarskipti í Kasakstan eru sögð „bellibrögð“ af Mannréttindavaktinni (e. Human Rights Watch). Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sendi meira en 300 eftirlitsaðila til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og hefur aldrei skilgreint kosningar í Kasakstan sem alveg lýðræðislegar. Aslan Sagutdinov, sem var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að halda uppi auðu skilti á mótmælum sagði í samtali við fréttastofu AFP að hann hygðist ekki kjósa. „Ef þý kýst í ósanngjörnum kosningum ertu að leifa þeim að segja að þær séu sanngjarnar,“ sagði myndbands bloggarinn. Tokayev er í framboði fyrir stjórnarflokkinn og nýtur stuðnings Nazarbayev en mótframbjóðendur hans eru allir lítið þekktir. Fréttaskýringar Kasakstan Tengdar fréttir Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53 Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41 Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42 Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14 Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Lögreglan í Kasakstan hefur handtekið hundruð mótmælenda sem flykktust á götur Almaty borgar til að mótmæla kosningum til forseta, sem verður fyrsti nýi forseti landsins í 30 ár. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Boðað var til kosninga eftir að Nursultan Nazarbayev, forseti landsins til margra áratuga, sagði af sér í mars. Nazarbayev er 78 ára gamall og hefur setið sem forseti síðan árið 1991 en fyrir það var hann aðalritari kasakska kommúnistaflokksins frá 1989. Nazarbayev valdi Kasym-Zjomart Tokayev, sem er bráðabirgðaforseti landsins nú, sem eftirmann sinn og er talinn mjög líklegur til að vinna kosningarnar. Mótmælendur og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar halda því fram að kosningarnar sem fara fram í dag, sunnudag, séu ekki frjálsar og sanngjarnar. Tokayev, sem er 66 ára gamall, segir þessar ásakanir ekki vera á rökum reistar og lýsti kosningaferlinu sem lýðræðislegu og opnu. Mótmælin eru viðamikil og eru þau fyrstu í landinu í mörg ár. Greint hefur verið frá því að þau fari fram bæði í höfuðborg landsins, Nur-Sultan og stærstu borg þess, Almaty. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en hundruð mótmælenda, sem hafa kallað eftir því að fólk sniðgangi atkvæðagreiðsluna, auk fréttamanna og aðgerðarsinna sem fylgdust með hafa verið handteknir af lögreglu.Kasym-Zjomart Tokayev greiðir atkvæði sitt í Nur-Sultan, höfuðborg Kasakstan.epa/IGOR KOVALENKOMarat Kozhayev, aðstoðarinnanríkisráðherra Kasakstan, sagði að 500 manns hafi verið handteknir á „ólöglegum fjöldafundum,“ samkvæmt fréttastofu AFP. Fréttamaður BBC í Nur-Sultan hefur séð fólk dregið inn í rútur af óeirða lögreglu. Tokayev, sem greitt hefur atkvæði í höfuðborginni, hefur hvatt lögreglu til að hafa hemil á sér. Hann sagði í samtali við BBC að ríkisstjórn hans væri umburðarlynd við þá sem hefðu aðrar skoðanir.Lýðræðisleg stjórnarskipti „bellibrögð“ Mukhtar Ablyazov, leiðtogi bannaða stjórnarandstöðuhópsins Lýðræðisrödd Kasakstan (e. The Democratic Choice of Kazakhstan), hvatti stuðningsmenn sína til að flykkjast út á götur til að mótmæla kosningunum. Ablayazov, sem gerður hefur verið útlægur, telur atkvæðagreiðsluna falsaða og að útkoman sé nú þegar ákveðin, en hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla í dag og á morgun. Í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum segir að „þúsundir mótmælenda“ hafi safnast saman á Astana torgi í Almaty. Mótmælendur kölluðu slagorðin „sniðganga“ og „lögreglan með fólkinu“ áður en þeim var dreift af lögreglu. Lýðræðisleg stjórnarskipti í Kasakstan eru sögð „bellibrögð“ af Mannréttindavaktinni (e. Human Rights Watch). Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sendi meira en 300 eftirlitsaðila til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og hefur aldrei skilgreint kosningar í Kasakstan sem alveg lýðræðislegar. Aslan Sagutdinov, sem var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að halda uppi auðu skilti á mótmælum sagði í samtali við fréttastofu AFP að hann hygðist ekki kjósa. „Ef þý kýst í ósanngjörnum kosningum ertu að leifa þeim að segja að þær séu sanngjarnar,“ sagði myndbands bloggarinn. Tokayev er í framboði fyrir stjórnarflokkinn og nýtur stuðnings Nazarbayev en mótframbjóðendur hans eru allir lítið þekktir.
Fréttaskýringar Kasakstan Tengdar fréttir Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53 Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41 Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42 Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14 Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53
Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41
Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42
Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14
Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50