Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 19:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er boðuð stórsókn í menntamálum. Með því er lögð áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda, kennara og þjóðarinnar allra að leiðarljósi. Í sáttmálanum er tekið fram að bregðast þurfi við kennaraskorti í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir sem sinni uppeldis-, kennslu-, og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð. Með frumvarpinu fá kennarar réttindi á öll skólastig. „Við erum að leggja fram kennarafrumvarpið. Það lítur að því að nú fá kennarar réttindi á öll skólastig að því gefnu að þeir uppfylli ákveðna hæfni. Þetta er til þess fallið að styðja við starfsþróun og auka starfsöryggi. Við sjáum að kennurum án réttinda hefur verið að fjölga verulega, en með þessu frumvarpi mun það breytast. Þetta er framfaramál sem við erum mjög ánægð með. Ég hlakka til að sjá það verða að veruleika,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum opnast sá möguleiki að framhaldsskólakennarar geti kennt á grunnskólastigi, en eins og staðan er núna hafa þeir ekki leyfi til þess. Frumvarpið var unnið í samráði við kennaraforystuna og menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það hefur verið mjög góð vinna. Ég er stolt af því hvernig allir hafa komið að því að styrkja þetta frumvarp og gera það að veruleika. Allsherjar og menntamálanefnd er núna að klára nefndarálit og svo geri ég ráð fyrir því að ég geti komið með það inn í þingið í næstu viku,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er boðuð stórsókn í menntamálum. Með því er lögð áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda, kennara og þjóðarinnar allra að leiðarljósi. Í sáttmálanum er tekið fram að bregðast þurfi við kennaraskorti í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir sem sinni uppeldis-, kennslu-, og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð. Með frumvarpinu fá kennarar réttindi á öll skólastig. „Við erum að leggja fram kennarafrumvarpið. Það lítur að því að nú fá kennarar réttindi á öll skólastig að því gefnu að þeir uppfylli ákveðna hæfni. Þetta er til þess fallið að styðja við starfsþróun og auka starfsöryggi. Við sjáum að kennurum án réttinda hefur verið að fjölga verulega, en með þessu frumvarpi mun það breytast. Þetta er framfaramál sem við erum mjög ánægð með. Ég hlakka til að sjá það verða að veruleika,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum opnast sá möguleiki að framhaldsskólakennarar geti kennt á grunnskólastigi, en eins og staðan er núna hafa þeir ekki leyfi til þess. Frumvarpið var unnið í samráði við kennaraforystuna og menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það hefur verið mjög góð vinna. Ég er stolt af því hvernig allir hafa komið að því að styrkja þetta frumvarp og gera það að veruleika. Allsherjar og menntamálanefnd er núna að klára nefndarálit og svo geri ég ráð fyrir því að ég geti komið með það inn í þingið í næstu viku,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira