Enn þá „öskrandi bylur“ og kólnar í húsum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 10:51 Tekist hefur að halda aðalgötum greiðfærum á Akureyri en íbúðargötur eru kolófærar Vísir/tryggvi Páll Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“ Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“
Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00