„Stórkostlegur draumur sem við fengum að deila“ Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2019 12:39 Marie Fredriksson og Per Gessle mynduðu saman sænsku sveitina Roxette. Getty „Og mikið var þetta stórkostlegur draumur sem við fengum að deila! Takk Marie, takk fyrir ALLT.“ Þannig minnist sænski söngvarinn Per Gessle söngkonunnar Marie Fredriksson sem lést á mánudaginn, 61 árs gömul. Saman mynduðu þau sveitina Roxette, eina af þeim sænsku sveitum sem hafa náð hvað mestum vinsældum á alþjóðlegum vettvangi. Það kom sem reiðarslag fyrir sænsku þjóðina og aðdáendur Roxette þegar upplýsingafulltrúi sveitarinnar greindi frá andláti Marie Fredriksson í gær. Þó var vel vitað að Fredriksson glímdi við heilsuleysi, en hún greindist með heilaæxli árið 2002. Læknar nefndu það þá að hún ætti líklegast ekki meira en sex mánuði ólifaða. Þremur árum síðar sagði Fredriksson frá því að hún væri laus við krabbameinið. Yndislegur vinur í fjörutíu ár Sveitin Roxette var stofnuð árið 1986 og átti eftir að eiga hvern smellinn á fætur öðrum á áttunda og níunda áratugnum. Fredriksson dró sig í hlé eftir að hún greindist með æxlið árið 2002, en sjö árum síðar fór hún aftur að troða upp með sveitinni. „Tíminn líður svo hratt. Mér líður eins og það hafi verið rétt áðan þegar Marie og ég sátum saman í litlu íbúðinni minni í Halmstad og sögðum frá draumum okkar. Og mikið var þetta stórkostlegur draumur sem við fengum að deila! Takk Marie, takk fyrir ALLT. Þú varst alveg einstakur tónlistarmaður, söngkona af þeirri gráðu sem við munum vart sjá aftur. Þú litaðir svarthvít lög mín með fallegustu litum. Þú varst alveg yndislegur vinur í rúmlega fjörutíu ár. Ég er stoltur, það var mér mikill heiður og ég er hamingjusamur að hafa fengið að deila með þér svo miklum tíma, hæfileikum þínum, hlýju, gjafmildi og skopskyni. Öll mín ást fer til þín og fjölskyldu þinnar,“ segir Gessle og lýkur orðum sínum á að segja að ekkert verði aftur samt. „Things will never be the same,“ segir Gessle og vísar þar í samnefnt lag sveitarinnar. Kynntust í Halmstad Marie Fredriksson kom í heiminn norðarlega á Skáni í maímánuði 1958 og var hún yngst í fimm systkina hópi. Hún og Gessle kynntust í Halmstad á vesturströnd Svíþjóðar seint á áttunda áratugnum, en á heimasíðu Roxette segir að þau hafi þó ekki byrjað að vinna saman fyrr en árið 1986. Fredriksson hafði þá tveimur árum áður gefið út sína fyrstu plötu, Het vind, en önnur plata hennar, Den sjunde vågen, kom svo úr árið 1986. Lagið í Pretty Woman Roxette naut fljótt vinsælda í Svíþjóð enda hafði Gessle þá verið forsprakki hinnar vinsælu sveitar, Gyllene Tider. Lögin Neverending love frá árinu 1986, The Look frá árinu 1988 og It must have been love frá 1990 áttu öll eftir að njóta mikilla vinsælda.It Must Have Been Love átti einnig eftir að opna frekari dyr fyrir sveitina á alþjóðlegum vettvangi eftir að það hljómaði í stórmyndinni Pretty Woman með þeim Juliu Roberts og Richard Gere. Eins og áður sagði er Roxette ein þeirra sænsku sveita sem hafa náð hvað mestum árangri á alþjóðavettvangi. Þar er vissulega af mörgum að taka. Sveitin átti sömuleiðis eftir að ná sérstaklega miklum vinsældum á Spáni og í Suður-Ameríku, en um miðjan tíunda áratuginn hljóðritaði sveitin plötu þar sem vinsælustu ballöður sveitarinnar voru fluttar á spænsku, Baladas en español. Sveitin náði alls fjórum lögum á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum - Listen to Your Heart (1989), The Look (1989), It Must Have Been Love (1990) og Joyride (1991). Marie Fredriksson gaf á ferli sínum út fjölda sólóplatna, samhliða Roxette. Þar söng hún jafnan á sænsku. Tíunda og síðasta plata Roxette, Good Karma, kom út árið 2016 með lögum á borð við It Just Happes og Some Other Summer. Síðasta sólóplata Fredriksson, Nu, kom út árið 2013 og á þeim tíma greindi hún frá því að eftir heilaæxlið 2002 hafi hún bæði þurft að læra að tala og syngja upp á nýtt. Á sextugsafmælisdegi sínu á síðasta ári, 30. maí 2018, gaf hún út djasslagið Sing Me a Song og sagði hún lagið vera þakklætisvott til aðdáenda sinna. „Að gefa lag á afmælisdeginum er mín leið til að sýna þakklæti fyrir allan þann kærleik sem ég hef notið í gegnum tíðina. Þetta er sextugsafmælisgjöf til mín og til allra aðdáenda minna,“ sagði Fredriksson. Gessle fór á hljómleikaferðalag á síðasta ári þar sem hann söng meðal annars lög Roxette og sagði þá í samtali við sænska fjölmiðla: „Ég reyni ekki að leysa Marie af hólmi. Það er ekki hægt og ég hef enga ástæðu til þess að reyna það. En því miður held ég að við munum ekki standa aftur saman á sviði.“ Fredriksson lætur eftir sig eiginmanninn Mikael Bolyos og tvö börn. Greint var frá því fyrr í dag að útför Marie Fredriksson muni fara fram í kyrrþey. Time goes by so quickly. It’s not that long ago we spent days+nights in my tiny apartment sharing impossible dreams. And what a dream we eventually got to share! I’m honoured to have met your talent+generosity. All my love goes to you+your family. Things will never be the same. pic.twitter.com/CTegAUGrXG— Per Gessle (@PartyPleaser) December 10, 2019 Andlát Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Söngkona Roxette er látin Sænska söngkonan Marie Fredriksson er látin, 61 árs að aldri. 10. desember 2019 12:12 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
„Og mikið var þetta stórkostlegur draumur sem við fengum að deila! Takk Marie, takk fyrir ALLT.“ Þannig minnist sænski söngvarinn Per Gessle söngkonunnar Marie Fredriksson sem lést á mánudaginn, 61 árs gömul. Saman mynduðu þau sveitina Roxette, eina af þeim sænsku sveitum sem hafa náð hvað mestum vinsældum á alþjóðlegum vettvangi. Það kom sem reiðarslag fyrir sænsku þjóðina og aðdáendur Roxette þegar upplýsingafulltrúi sveitarinnar greindi frá andláti Marie Fredriksson í gær. Þó var vel vitað að Fredriksson glímdi við heilsuleysi, en hún greindist með heilaæxli árið 2002. Læknar nefndu það þá að hún ætti líklegast ekki meira en sex mánuði ólifaða. Þremur árum síðar sagði Fredriksson frá því að hún væri laus við krabbameinið. Yndislegur vinur í fjörutíu ár Sveitin Roxette var stofnuð árið 1986 og átti eftir að eiga hvern smellinn á fætur öðrum á áttunda og níunda áratugnum. Fredriksson dró sig í hlé eftir að hún greindist með æxlið árið 2002, en sjö árum síðar fór hún aftur að troða upp með sveitinni. „Tíminn líður svo hratt. Mér líður eins og það hafi verið rétt áðan þegar Marie og ég sátum saman í litlu íbúðinni minni í Halmstad og sögðum frá draumum okkar. Og mikið var þetta stórkostlegur draumur sem við fengum að deila! Takk Marie, takk fyrir ALLT. Þú varst alveg einstakur tónlistarmaður, söngkona af þeirri gráðu sem við munum vart sjá aftur. Þú litaðir svarthvít lög mín með fallegustu litum. Þú varst alveg yndislegur vinur í rúmlega fjörutíu ár. Ég er stoltur, það var mér mikill heiður og ég er hamingjusamur að hafa fengið að deila með þér svo miklum tíma, hæfileikum þínum, hlýju, gjafmildi og skopskyni. Öll mín ást fer til þín og fjölskyldu þinnar,“ segir Gessle og lýkur orðum sínum á að segja að ekkert verði aftur samt. „Things will never be the same,“ segir Gessle og vísar þar í samnefnt lag sveitarinnar. Kynntust í Halmstad Marie Fredriksson kom í heiminn norðarlega á Skáni í maímánuði 1958 og var hún yngst í fimm systkina hópi. Hún og Gessle kynntust í Halmstad á vesturströnd Svíþjóðar seint á áttunda áratugnum, en á heimasíðu Roxette segir að þau hafi þó ekki byrjað að vinna saman fyrr en árið 1986. Fredriksson hafði þá tveimur árum áður gefið út sína fyrstu plötu, Het vind, en önnur plata hennar, Den sjunde vågen, kom svo úr árið 1986. Lagið í Pretty Woman Roxette naut fljótt vinsælda í Svíþjóð enda hafði Gessle þá verið forsprakki hinnar vinsælu sveitar, Gyllene Tider. Lögin Neverending love frá árinu 1986, The Look frá árinu 1988 og It must have been love frá 1990 áttu öll eftir að njóta mikilla vinsælda.It Must Have Been Love átti einnig eftir að opna frekari dyr fyrir sveitina á alþjóðlegum vettvangi eftir að það hljómaði í stórmyndinni Pretty Woman með þeim Juliu Roberts og Richard Gere. Eins og áður sagði er Roxette ein þeirra sænsku sveita sem hafa náð hvað mestum árangri á alþjóðavettvangi. Þar er vissulega af mörgum að taka. Sveitin átti sömuleiðis eftir að ná sérstaklega miklum vinsældum á Spáni og í Suður-Ameríku, en um miðjan tíunda áratuginn hljóðritaði sveitin plötu þar sem vinsælustu ballöður sveitarinnar voru fluttar á spænsku, Baladas en español. Sveitin náði alls fjórum lögum á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum - Listen to Your Heart (1989), The Look (1989), It Must Have Been Love (1990) og Joyride (1991). Marie Fredriksson gaf á ferli sínum út fjölda sólóplatna, samhliða Roxette. Þar söng hún jafnan á sænsku. Tíunda og síðasta plata Roxette, Good Karma, kom út árið 2016 með lögum á borð við It Just Happes og Some Other Summer. Síðasta sólóplata Fredriksson, Nu, kom út árið 2013 og á þeim tíma greindi hún frá því að eftir heilaæxlið 2002 hafi hún bæði þurft að læra að tala og syngja upp á nýtt. Á sextugsafmælisdegi sínu á síðasta ári, 30. maí 2018, gaf hún út djasslagið Sing Me a Song og sagði hún lagið vera þakklætisvott til aðdáenda sinna. „Að gefa lag á afmælisdeginum er mín leið til að sýna þakklæti fyrir allan þann kærleik sem ég hef notið í gegnum tíðina. Þetta er sextugsafmælisgjöf til mín og til allra aðdáenda minna,“ sagði Fredriksson. Gessle fór á hljómleikaferðalag á síðasta ári þar sem hann söng meðal annars lög Roxette og sagði þá í samtali við sænska fjölmiðla: „Ég reyni ekki að leysa Marie af hólmi. Það er ekki hægt og ég hef enga ástæðu til þess að reyna það. En því miður held ég að við munum ekki standa aftur saman á sviði.“ Fredriksson lætur eftir sig eiginmanninn Mikael Bolyos og tvö börn. Greint var frá því fyrr í dag að útför Marie Fredriksson muni fara fram í kyrrþey. Time goes by so quickly. It’s not that long ago we spent days+nights in my tiny apartment sharing impossible dreams. And what a dream we eventually got to share! I’m honoured to have met your talent+generosity. All my love goes to you+your family. Things will never be the same. pic.twitter.com/CTegAUGrXG— Per Gessle (@PartyPleaser) December 10, 2019
Andlát Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Söngkona Roxette er látin Sænska söngkonan Marie Fredriksson er látin, 61 árs að aldri. 10. desember 2019 12:12 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Söngkona Roxette er látin Sænska söngkonan Marie Fredriksson er látin, 61 árs að aldri. 10. desember 2019 12:12