Erlent

Söngkona Roxette er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Marie Frediksson greindist með heilaæxli árið 2002.
Marie Frediksson greindist með heilaæxli árið 2002. Getty

Sænska söngkonan Marie Fredriksson er látin, 61 árs að aldri. Fredriksson var söngkona í sænsku sveitinni Roxette sem átti hvern smellinn á fætur öðrum á níunda og tíunda áratugnum.

Marie Frediksson og Per Gessle.Getty

Sænskir fjölmiðlar segja Fredriksson hafa andast í gærmorgun eftir margra ára glímu við sjúkdóm. Sagt frá frá því árið 2002 að Frediksson hafi greinst með heilaæxli, en árið 2009 byrjaði hún aftur að troða upp með Per Gessle og öðrum í sveitinni Roxette.

Roxette var stofnað árið 1986 og er ein af þeim sænsku sveitum sem hafa náð hvað mestum vinsældum á alþjóðlegum vettvangi.

Meðal þekktustu laga Roxette eru The LookIt Must Have Been LoveJoyrideHow Do You Do? og Listen to Your Heart.

Frediksson gaf á ferli sínum einnig út nokkrar sólóplötur.

Að neðan má sjá lagið Joyride.

Listen to Your Heart var einnig í hópi vinsælustu laga Roxette.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×