Katar Asíumeistari í fótbolta í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 15:54 Almoez Ali fagnar hér níunda markinu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019 Fótbolti Katar Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019
Fótbolti Katar Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira