Meiri líkur á því að Englendingar fái að halda HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:30 Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið þegar þeir héldu HM síðast árið 1966. Getty/Rolls Press/Popperfoto Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó. HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira