RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:10 Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag en Magnús Geir Þórðarson, sem var útvarpsstjóri frá 2014, verður Þjóðleikhússtjóri. vísir/vilhelm Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. Áhöld eru um hvort sú ákvörðun standist annars vegar upplýsingalög og hins vegar lög um RÚV. Þá virðist ákvörðun stjórnar RÚV einnig ganga gegn persónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem sérstök athygli er vakin á því að stofnuninni sé skylt að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Er það tekið fram að þessi skylda hvíli á RÚV á grundvelli upplýsingalaga, en upplýsingalög hafa gilt um starfsemi RÚV um margra ára skeið. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í viðtali við Vísi í síðustu viku að í upplýsingalögum væri skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf. Því sæi hún ekki að stjórn Ríkisútvarpsins hefði heimild til að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að stofnuninni væri ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV væri opinbert hlutafélag. Þá sagði hann að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Þess má geta að Vísir hefur kært ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki lista með nöfnum umsækjenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Uppfært kl. 12:03:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var ekki farið rétt með það hvenær upplýsingalög tóku að gilda um starfsemi RÚV. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. Áhöld eru um hvort sú ákvörðun standist annars vegar upplýsingalög og hins vegar lög um RÚV. Þá virðist ákvörðun stjórnar RÚV einnig ganga gegn persónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem sérstök athygli er vakin á því að stofnuninni sé skylt að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Er það tekið fram að þessi skylda hvíli á RÚV á grundvelli upplýsingalaga, en upplýsingalög hafa gilt um starfsemi RÚV um margra ára skeið. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í viðtali við Vísi í síðustu viku að í upplýsingalögum væri skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf. Því sæi hún ekki að stjórn Ríkisútvarpsins hefði heimild til að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að stofnuninni væri ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV væri opinbert hlutafélag. Þá sagði hann að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Þess má geta að Vísir hefur kært ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki lista með nöfnum umsækjenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Uppfært kl. 12:03:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var ekki farið rétt með það hvenær upplýsingalög tóku að gilda um starfsemi RÚV. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42