Innlent

Margrét verður útvarpsstjóri um sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Til stendur að auglýsa stöðu Útvarpsstjóra bráðlega.
Til stendur að auglýsa stöðu Útvarpsstjóra bráðlega. Vísir/Vilhelm

Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. Hún mun taka við þegar Magnús Geir Þórðarson hættir sem útvarpsstjóri í janúar en hann hefur verið ráðinn sem Þjóðleikhússtjóri.

Í yfirlýsingu á vef RÚV segir að stjórn stofnunarinnar hafi komist að þessari niðurstöðu fyrr í dag. Þar kemur einnig fram að samið verði við Magnús Geir á næstunni um það hvernig starfslokum hans verður háttað.

Til stendur að auglýsa stöðu Útvarpsstjóra bráðlega.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.