Erfitt að bíða á biðstofunni eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. desember 2019 20:30 Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00
Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00