Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 20:00 Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum. Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum.
Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira