Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jón Steindór segir sáttameðferð við skilnað getta oft verið tilgangslausa nauðung. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira