Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 12:03 Bandaríska sendiráðið mun flytja í fyrrverandi höfuðstöðvar Ístak við Engjateig. Það hefur einnig beðið eftir sendiherra í tvö ár. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot
Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01