Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 12:03 Bandaríska sendiráðið mun flytja í fyrrverandi höfuðstöðvar Ístak við Engjateig. Það hefur einnig beðið eftir sendiherra í tvö ár. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot
Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01