Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 12:03 Bandaríska sendiráðið mun flytja í fyrrverandi höfuðstöðvar Ístak við Engjateig. Það hefur einnig beðið eftir sendiherra í tvö ár. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot
Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01