Búist við afsögn ríkisstjórans í skugga „Ricky-Leaks“ hneykslisins: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:45 Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hafði í frammi fjandsamleg ummæli í garð minnihlutahópa en neitar opinberlega að segja af sér. Heimildir fréttastofu CNN herma þó að hann hyggist gera það síðdegis. Vísir/ap Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12
Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41