Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir úttekt á kostnaði við Fiskiðjuna Sighvatur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 18:15 Fulltrúar H-listans, Fyrir Heimaey, og Eyjalistans voru samþykkir en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn tillögunni. Eyjar.net Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í dag að fela KMPG, sem endurskoðar reikninga bæjarins, að gera heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda utanhúss við Fiskiðjuna sem lögð var fyrir framkvæmda- og hafnarráð 15. júlí 2015 hafi numið rúmum 167 milljónum króna. Ljóst sé að heildarkostnaður vegna einstakra verkþátta framkvæmda er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Óábyrgar yfirlýsingar formanns bæjarráðs Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki, bókaði að framúrkeyrslan skýrist af því að klæða hafi þurft suðurhlið hússins ásamt því sem förgun á sorpi sem var inni í húsinu hafi verið töluvert meiri en áætlað var. Ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum atriðum. „Það verður hins vegar að teljast í besta falli óábyrgt af formanni bæjarráðs að fara í fjölmiðla með stórar yfirlýsingar tengdum fréttaflutningi af framkvæmdunum og að leita ekki fyrst skýringa og fá réttar tölur og ástæður fyrir framúrkeyrslunni, slíkt ætti að vera auðsótt fyrir formann bæjarráðs,“ segir Trausti Hjaltason í bókun bæjarráðs. Í annarri bókun Trausta kemur fram að bókfærður kostnaður nýframkvæmda hússins er í dag um 326 milljónir króna.Upplýsingar um kostnað séu aðgengilegar Í bókun meirihluta bæjarráðs E- og H-lista er ítrekað mikilvægi vandaðra áætlana. „Gegnsæi upplýsinga er hornsteinn virks lýðræðis og í flókinni framkvæmd líkt og í Fiskiðjunni er mikilvægt að upplýsingar um kostnað opinberrar framkvæmdar sé opinn og aðgengilegur með skýrum hætti,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans sem Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifa undir. Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í dag að fela KMPG, sem endurskoðar reikninga bæjarins, að gera heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda utanhúss við Fiskiðjuna sem lögð var fyrir framkvæmda- og hafnarráð 15. júlí 2015 hafi numið rúmum 167 milljónum króna. Ljóst sé að heildarkostnaður vegna einstakra verkþátta framkvæmda er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Óábyrgar yfirlýsingar formanns bæjarráðs Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki, bókaði að framúrkeyrslan skýrist af því að klæða hafi þurft suðurhlið hússins ásamt því sem förgun á sorpi sem var inni í húsinu hafi verið töluvert meiri en áætlað var. Ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum atriðum. „Það verður hins vegar að teljast í besta falli óábyrgt af formanni bæjarráðs að fara í fjölmiðla með stórar yfirlýsingar tengdum fréttaflutningi af framkvæmdunum og að leita ekki fyrst skýringa og fá réttar tölur og ástæður fyrir framúrkeyrslunni, slíkt ætti að vera auðsótt fyrir formann bæjarráðs,“ segir Trausti Hjaltason í bókun bæjarráðs. Í annarri bókun Trausta kemur fram að bókfærður kostnaður nýframkvæmda hússins er í dag um 326 milljónir króna.Upplýsingar um kostnað séu aðgengilegar Í bókun meirihluta bæjarráðs E- og H-lista er ítrekað mikilvægi vandaðra áætlana. „Gegnsæi upplýsinga er hornsteinn virks lýðræðis og í flókinni framkvæmd líkt og í Fiskiðjunni er mikilvægt að upplýsingar um kostnað opinberrar framkvæmdar sé opinn og aðgengilegur með skýrum hætti,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans sem Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifa undir.
Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira