Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. september 2019 19:00 Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum. David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram. Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen. Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað. Bretland Brexit Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum. David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram. Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen. Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06