Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 16:12 Maria Butina. Vísir/AP Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016.Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana. Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra. Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Butina vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Lögmenn hennar höfðu farið fram á að hún yrði ekki dæmd til frekari fangelsisvistar. Sjálf sagðist Butina skammast sín fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist vera með þrjár háskólagráður en nú væri hún dæmdur brotamaður með enga vinnu og enga peninga. Hún baðst afsökunar á gjörðum sínum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kærasti Mariu Butina, konu sem viðurkenndi njósnir fyrir Rússa, var ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 7. febrúar 2019 07:56 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016.Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana. Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra. Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Butina vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Lögmenn hennar höfðu farið fram á að hún yrði ekki dæmd til frekari fangelsisvistar. Sjálf sagðist Butina skammast sín fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist vera með þrjár háskólagráður en nú væri hún dæmdur brotamaður með enga vinnu og enga peninga. Hún baðst afsökunar á gjörðum sínum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kærasti Mariu Butina, konu sem viðurkenndi njósnir fyrir Rússa, var ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 7. febrúar 2019 07:56 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kærasti Mariu Butina, konu sem viðurkenndi njósnir fyrir Rússa, var ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 7. febrúar 2019 07:56
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21