Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 07:56 Maria Butina hefur játað að hafa reynt að lauma sér inn í samtök bandarískra hægrimanna. Vísir/AP Bandarískur karlmaður sem átti í ástarsambandi við Mariu Butina, rússneska konu sem hefur játað að vera njósnari fyrir stjórnvöld í Kreml, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Maðurinn er sagður vel þekktur innan Repúblikanaflokksins. Saksóknarar í Suður-Dakóta lögðu fram ákæru í ellefu liðum gegn Paul Erickson á þriðjudag. Hann neitar sök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erickson, sem er 56 ára gamall, átti í ástarsambandi við Butina, sem er þrítug. Hún játaði sök um njósnir í desember. Hún viðurkenndi þá að vinna með háttsettum embættismönnum í Rússlandi að því að smeygja sér inn í Samtök byssueigenda (NRA) til þess að komast nær bandarískum íhaldsmönnum og Repúblikanaflokknum. Hún var fyrsti Rússinn sem var sakfelldur fyrir að reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Ákæran gegn Erickson varðar meint svik hans í Suður-Dakóta frá 1996 til 2018. Þar á hann að hafa gefið „falska og svikula“ mynd af viðskiptagjörningum sínum til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja honum til fé. Hann gæti átt allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvern ákærulið. Dómari sleppti Erickson gegn tryggingu en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað yfir honum. Erickson hefur lengi verið virkur í Repúblikanaflokknum og vann meðal annars fyrir forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að hann verði einnig ákærður í tengslum við mál Butina. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Bandarískur karlmaður sem átti í ástarsambandi við Mariu Butina, rússneska konu sem hefur játað að vera njósnari fyrir stjórnvöld í Kreml, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Maðurinn er sagður vel þekktur innan Repúblikanaflokksins. Saksóknarar í Suður-Dakóta lögðu fram ákæru í ellefu liðum gegn Paul Erickson á þriðjudag. Hann neitar sök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erickson, sem er 56 ára gamall, átti í ástarsambandi við Butina, sem er þrítug. Hún játaði sök um njósnir í desember. Hún viðurkenndi þá að vinna með háttsettum embættismönnum í Rússlandi að því að smeygja sér inn í Samtök byssueigenda (NRA) til þess að komast nær bandarískum íhaldsmönnum og Repúblikanaflokknum. Hún var fyrsti Rússinn sem var sakfelldur fyrir að reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Ákæran gegn Erickson varðar meint svik hans í Suður-Dakóta frá 1996 til 2018. Þar á hann að hafa gefið „falska og svikula“ mynd af viðskiptagjörningum sínum til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja honum til fé. Hann gæti átt allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvern ákærulið. Dómari sleppti Erickson gegn tryggingu en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað yfir honum. Erickson hefur lengi verið virkur í Repúblikanaflokknum og vann meðal annars fyrir forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að hann verði einnig ákærður í tengslum við mál Butina.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21