„Sjálfstraustið er mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2019 14:09 Guðjón Ari ásamt foreldrum sínum þeim Elínu og Loga. Aðsend/Guðjón Ari Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum. Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón. Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/Guðjón Bandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít. Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum. Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón. Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/Guðjón Bandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít.
Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira