Átján mánaða atvinnuleysi á enda hjá Villas-Boas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 16:30 Luiz Felipe Scolari og Andre Villas-Boas hafa báðir farið víða á stjóraferlinum. Hér heilsast þeir sem þjálfarar tveggja kínverskra félaga. Getty/Yifan Ding Andre Villas-Boas er ekki lengur atvinnulaus því Portúgalinn var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri franska efstu deildar félagsins Olympique de Marseille. Villas-Boas hefur verið atvinnulaus frá því að hann hætti hjá kínverska félaginu Shanghai SIPG í nóvember 2017. Villas-Boas tekur við starfi Rudi Garcia sem hætti með Marseille fyrir tæpri viku síðan. Rudi Garcia var búinn að stýra Marseille frá 2016. Liðið endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni á nýloknu tímabili en hefur ekki unnið stóran titil í Frakklandi síðan liðið vann frönsku deildina vorið 2010. Liðið vann reyndar franska deildabikarinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012.Former Chelsea and Spurs boss Andre Villas-Boas has been appointed Marseille head coach. Full story: https://t.co/YQnWieSE3v#bbcfootballpic.twitter.com/qSzS6yOf0C — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Andre Villas-Boas er enn bara 41 árs gamall þrátt fyrir að hann hafi farið mjög víða á sínum stjóraferli. Hann stýrði fyrst liðum Académica og Porto í Portúgal en færði sig svo yfir til Englands. Villas-Boas var eitt tímabil hjá Chelsea (2011-12) og eitt og hálft tímabil hjá Tottenham (2012-13). Hann var rekinn frá báðum félögunum. Villas-Boas tók við liði Zenit Saint Petersburg í mars 2014 og undir hans stjórn varð liðið bæði rússneskur meistari (2015) og rússneskur bikarmeistari (2016). Villas-Boas tók síðan við kínverska félaginu Shanghai SIPG af Sven-Göran Eriksson en entist bara í rúmt ár. Hann var síðan atvinnulaus í átján mánuði.Bienvenue à notre nouvel entraîneur, André Villas-Boas #WelcomeAVB#OMnationpic.twitter.com/eOnS6WFGF6 — Olympique de Marseille (@OM_Officiel) May 28, 2019 Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Andre Villas-Boas er ekki lengur atvinnulaus því Portúgalinn var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri franska efstu deildar félagsins Olympique de Marseille. Villas-Boas hefur verið atvinnulaus frá því að hann hætti hjá kínverska félaginu Shanghai SIPG í nóvember 2017. Villas-Boas tekur við starfi Rudi Garcia sem hætti með Marseille fyrir tæpri viku síðan. Rudi Garcia var búinn að stýra Marseille frá 2016. Liðið endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni á nýloknu tímabili en hefur ekki unnið stóran titil í Frakklandi síðan liðið vann frönsku deildina vorið 2010. Liðið vann reyndar franska deildabikarinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012.Former Chelsea and Spurs boss Andre Villas-Boas has been appointed Marseille head coach. Full story: https://t.co/YQnWieSE3v#bbcfootballpic.twitter.com/qSzS6yOf0C — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Andre Villas-Boas er enn bara 41 árs gamall þrátt fyrir að hann hafi farið mjög víða á sínum stjóraferli. Hann stýrði fyrst liðum Académica og Porto í Portúgal en færði sig svo yfir til Englands. Villas-Boas var eitt tímabil hjá Chelsea (2011-12) og eitt og hálft tímabil hjá Tottenham (2012-13). Hann var rekinn frá báðum félögunum. Villas-Boas tók við liði Zenit Saint Petersburg í mars 2014 og undir hans stjórn varð liðið bæði rússneskur meistari (2015) og rússneskur bikarmeistari (2016). Villas-Boas tók síðan við kínverska félaginu Shanghai SIPG af Sven-Göran Eriksson en entist bara í rúmt ár. Hann var síðan atvinnulaus í átján mánuði.Bienvenue à notre nouvel entraîneur, André Villas-Boas #WelcomeAVB#OMnationpic.twitter.com/eOnS6WFGF6 — Olympique de Marseille (@OM_Officiel) May 28, 2019
Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira