Enginn leikmaður enska liðsins var fæddur þegar liðið náði þessu síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 11:30 Bryan Robson fagnar þrennu sinni þegar England skoraði síðasta fimm mörk í tveimur landsleikjum í röð. Getty/Mark Leech Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira