Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2019 18:30 Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að kona á þrítugsaldri lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni fyrr í vikunni. Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. Konan, sem var fædd árið 1994, lést aðfaranótt þriðjudags. Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að hún lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og vildi ekki tjá sig um það að öðru leiti. Konan hafði verið í samkvæmi þessa nótt þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Lögregla var kölluð á vettvang þar sem konan var komin í mikið ójafnvægi. Eftir að höfð voru afskipti af henni fór hún hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir. Konan var flutt á Landspítalann þar sem hún lést á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga rannsakar héraðssaksóknari kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Hið sama á við ef eftirlitsnefnd lögreglu telur þörf á að taka til rannsóknar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferð á dóttur þeirra. Lögregluþjónar hafi handjárnað hana og bundið á fótum en konan hafi verið í geðrofi vegna neyslu. Þá eigi að sprauta fólk niður, ekki binda. Þá segir móðir stúlkunnar að grunur leiki á að hún hafi tekið kókaín umrætt kvöld. Í svari frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu segir að því miður sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar um málið sem hefur verið vísað til héraðssaksóknara. „Koma má því á framfæri að hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að kona á þrítugsaldri lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni fyrr í vikunni. Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. Konan, sem var fædd árið 1994, lést aðfaranótt þriðjudags. Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að hún lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og vildi ekki tjá sig um það að öðru leiti. Konan hafði verið í samkvæmi þessa nótt þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Lögregla var kölluð á vettvang þar sem konan var komin í mikið ójafnvægi. Eftir að höfð voru afskipti af henni fór hún hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir. Konan var flutt á Landspítalann þar sem hún lést á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga rannsakar héraðssaksóknari kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Hið sama á við ef eftirlitsnefnd lögreglu telur þörf á að taka til rannsóknar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferð á dóttur þeirra. Lögregluþjónar hafi handjárnað hana og bundið á fótum en konan hafi verið í geðrofi vegna neyslu. Þá eigi að sprauta fólk niður, ekki binda. Þá segir móðir stúlkunnar að grunur leiki á að hún hafi tekið kókaín umrætt kvöld. Í svari frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu segir að því miður sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar um málið sem hefur verið vísað til héraðssaksóknara. „Koma má því á framfæri að hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15