Fyrrum lögmaður Obama ákærður vegna vinnu í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2019 23:38 Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum. Bandaríkin Úkraína Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Úkraína Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent