Svikahrappur gat varla lent á verra „fórnarlambi“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2019 21:13 William H. Webster er eini maðurinn í sögu Bandaríkjanna sem hefur bæði verið yfirmaður FBI og CIA. Getty/Patrick McDermott Svikahrappur sem hringdi í níræðan Bandaríkjamanna og sagði hann hafa unnið fúlgur fjár og bíl í happdrætti, gat varla lent á verra „fórnarlambi“. Svikahrappurinn sagði William H. Webster að hann þyrfti að senda sér 50 þúsund dali í skatta og gjöld svo hann gæti fengið vinning sinn. Þá sagðist hrappurinn hafa lesið sér til um Webster og hann væri augljóslega góður maður. „Þú varst dómari, þú varst lögmaður, körfuboltamaður og þú varst í sjóhernum og heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna,“ sagði svikahrappurinn með miklum hreimi. „Ég veit allt um þig. Ég hef meira að segja séð mynd af þér og dýrmætri konu þinni.“ Það sem svikahrappurinn vissi þó ekki, var að hann var að tala við eina manninn í sögu Bandaríkjanna sem hefur bæði verið yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Degi seinna hringdi Webster aftur í svikahrappinn og ræddi við hann. Það sem meira er, þá voru útsendarar FBI að hlera samtal þeirra. Webster tókst að fá manninn til að gefa upp eigið nafn og póstfang. Washington Post segir svikahrappinn heita Kenial A. Thomas og að hann hafi hringt margsinnis í Webster í kjölfarið og meðal annars hótað að myrða eiginkonu hans.Þetta gerðist árið 2014 en Thomas var þó ekki handtekinn fyrr en í lok ársins 2017 þegar hann flaug frá Jamaíka til New York. Hann játaði tilraun til fjárkúgunar í fyrra og var dæmdur í minnst 33 mánaða fangelsi. Nú á föstudaginn þyngdi dómari þó dóm Thomas, meðal annars vegna hótana hans gagnvart Lyndu Webster og þarf hann að sitja inni í tæp sex ár. Rannsakendur FBI fundu aðra aðila sem Thomas hafði hringt í og sönnuðu að honum hefði tekist að svíkja minnst þrjú hundruð þúsund dali af minnst 30 manns. Bandaríkin Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Svikahrappur sem hringdi í níræðan Bandaríkjamanna og sagði hann hafa unnið fúlgur fjár og bíl í happdrætti, gat varla lent á verra „fórnarlambi“. Svikahrappurinn sagði William H. Webster að hann þyrfti að senda sér 50 þúsund dali í skatta og gjöld svo hann gæti fengið vinning sinn. Þá sagðist hrappurinn hafa lesið sér til um Webster og hann væri augljóslega góður maður. „Þú varst dómari, þú varst lögmaður, körfuboltamaður og þú varst í sjóhernum og heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna,“ sagði svikahrappurinn með miklum hreimi. „Ég veit allt um þig. Ég hef meira að segja séð mynd af þér og dýrmætri konu þinni.“ Það sem svikahrappurinn vissi þó ekki, var að hann var að tala við eina manninn í sögu Bandaríkjanna sem hefur bæði verið yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Degi seinna hringdi Webster aftur í svikahrappinn og ræddi við hann. Það sem meira er, þá voru útsendarar FBI að hlera samtal þeirra. Webster tókst að fá manninn til að gefa upp eigið nafn og póstfang. Washington Post segir svikahrappinn heita Kenial A. Thomas og að hann hafi hringt margsinnis í Webster í kjölfarið og meðal annars hótað að myrða eiginkonu hans.Þetta gerðist árið 2014 en Thomas var þó ekki handtekinn fyrr en í lok ársins 2017 þegar hann flaug frá Jamaíka til New York. Hann játaði tilraun til fjárkúgunar í fyrra og var dæmdur í minnst 33 mánaða fangelsi. Nú á föstudaginn þyngdi dómari þó dóm Thomas, meðal annars vegna hótana hans gagnvart Lyndu Webster og þarf hann að sitja inni í tæp sex ár. Rannsakendur FBI fundu aðra aðila sem Thomas hafði hringt í og sönnuðu að honum hefði tekist að svíkja minnst þrjú hundruð þúsund dali af minnst 30 manns.
Bandaríkin Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira