Innlent

Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Konunni var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug.
Konunni var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug.
Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. Henni var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug.

Fréttastofa náði tali af albönsku konunni sem vill þó ekki láta nafn síns getið af ótta við ofsóknir í heimalandinu.

Hún hafi óttast um fjölskyldu sína og heilsu barnsins sem hún ber undir belti. Hún hafi fengið samdrætti eftir flugið frá Íslandi til Albaníu og ekki þorað annað en að hlýða tilmælum lögreglu.

Læknir hennar í Albaníu sagði að hún hefði ekki átt að ferðast komin svo langt á leið. Þau óttast að barnið komi fyrr í heiminn vegna flugferðarinnar og álagsins. Konan þurfti að fara í keisaraskurð til að koma barninu sínu, sem nú er tveggja ára, í heiminn.

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega

Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×