Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist hafa valið Birki Má Sævarsson í hópinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020 því íslenska liðið þurfi á honum að halda.
Birkir Már hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan í 4-0 tapinu fyrir heimsmeisturum Frakka á Stade de France í mars.
Valsmaðurinn var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Moldóvu og Andorra í síðasta mánuði.
„Það er ekki skrítið að velja hann núna. Við þurfum á honum að halda. Birkir Már góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum þegar landsliðshópurinn var kynntur í dag.
Birkir Már er leikjahæstur í íslenska hópnum ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir hafa báðir leikið 90 landsleiki.
„Þurfum á Birki Má að halda“

Tengdar fréttir

Hamrén: Rétt að velja Birki og Emil í hópinn
Þrátt fyrir að vera án félags voru Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson valdir í íslenska landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.

Rúnar Alex gæti misst af landsleikjunum
Koma fyrsta barns Rúnars Alex Rúnarssonar í heiminn gæti truflað þátttöku hans í næstu landsleikjum.

Hamrén innblásinn á blaðamannafundi hjá KSÍ
Vísir er með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í Laugardal.

Hópurinn gegn Frakklandi og Andorra: Birkir Már, Jóhann Berg og Alfreð koma inn
Eftir að hafa ekki verið valinn í síðasta landsliðshóp er Birkir Már Sævarsson í hópnum sem mætir Frakklandi og Andorra.