Fótbolti

Rúnar Alex gæti misst af landsleikjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex á von á sínu fyrsta barni.
Rúnar Alex á von á sínu fyrsta barni. vísir/getty
Óvíst er hvort markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson geti verið með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.

Unnusta Rúnars á von á barni á næstu dögum.

„Það er óvissa með hann. Hann á að eignast barn í næstu viku,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundinum í dag þar sem landsliðshópurinn var tilkynntur.

„Ef barnið verður komið í heiminn fyrir sunnudaginn verður hann með. Annars verður hann áfram úti hjá unnustu sinni.“

Auk Rúnars eru Hannes Þór Halldórsson og Ögmundur Kristinsson markverðir í íslenska hópnum.


Tengdar fréttir

Hamrén: Rétt að velja Birki og Emil í hópinn

Þrátt fyrir að vera án félags voru Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson valdir í íslenska landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.

Ásdís og Rúnar Alex eiga von á barni

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og kærasta hans Ásdís Björk Sigurðardóttir tilkynntu í dag að þau eiga von á barni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×