Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, nýtti sér í dag gamla neyðarlöggjöf til þess að setja reglur sem meina íbúum þessa kínverska sjálfstjórnarsvæðis að hylja andlit sín.
Mótmælahreyfingin í landinu hefur eflst frá því lögregla skaut ungmenni í upphafi mánaðar og sagðist Lam taka þessa ákvörðun til þess að reyna að koma í veg fyrir að ástandið versni frekar.
Stjórnarandstæðingar eru ósáttir við ákvörðunina og segja hana til marks um aukna alræðistilburði Lam.
Grímubanni komið á í Hong Kong
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
