Innlent

Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun

Kjartan Kjartansson skrifar
Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina.
Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina. Mynd/Vesturverk.
Leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Árneshrepps í dag. Það er sagt ná yfir ýmis konar undirbúning fyrir framkvæmdir við virkjunina fyrirhuguðu.

Í frétt Mbl.is í kvöld kemur fram að sveitarstjórnin hafi sett skilyrði fyrir framkvæmdaleyfinu varðandi nýtingu ársetsnámu við Hvalá þannig að vinnsla námunnar verði hafin sem fjærst vatnsborði og að óraskað belti verið skilið eftir milli námu og vatnsbakka. Verktakinn þurfi jafnframt að skila sveitarfélaginu mánaðarlegri vöktunaráætlun og umhverfisúttekt á framkvæmdatímanum.

Haft er eftir Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita Árneshrepps, að framkvæmdaleyfið hafi verið samþykkt einróma í sveitarstjórninni. Leyfið tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerð yfir Hvalá, byggingar vinnubúða og fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×