Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 10:30 Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt.
Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira