Búist við þungri umferð síðdegis í dag: „Biðjum fólk um að sýna því skilning“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 12:15 Miklar öryggisráðstafanir verða við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar með íslenskum ráðamönnum. Fréttablaðið/Anton Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31