Óttast að mæðiveiki berist í fé Ari Brynjólfsson skrifar 8. mars 2019 06:30 Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur fann mæðiveikiveiru í frönskum sauðaosti sem keyptur var í Reykjavík. Fréttablaðið/Anton Brink Valgerður Andrésdóttir, doktor í sameindaerfðafræði, sem starfar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, telur mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk. Ástæðan er hætta á mæði-visnuveirusmiti sem gæti gert út af við sauðfjárbúskap á svæðum hér á landi. Um er að ræða veiru sem er skyld HIV og er landlæg í Evrópulöndum þar sem sauðfé hefur aðlagast. Segir Valgerður að ein sýkt kind geti valdið ómældu tjóni og reynslan af mæðiveikifaraldrinum sem gekk hér á landi um miðja síðustu öld sýni að farga þurfi öllu sýktu fé á þeim svæðum sem veiran finnst. Hrátt kjöt er nú þegar flutt til landsins í stórum stíl, en samkvæmt núverandi lögum þarf það að vera fryst í 30 daga. Er þó aðallega um að ræða nauta-, alifugla- og svínakjöt en lítið er flutt inn af kindakjöti. Ef frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra verða að lögum verður frystiskyldan afnumin. „Þessi veira þolir ágætlega frystingu, það sem skiptir máli er hvort kjötið er hrátt eða fulleldað. Þetta er spurning um líkur, eftir því sem meira er flutt inn því meiri líkur eru á að þetta berist í kindur,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún hefur fundið veiruna í frönskum sauðaosti sem keyptur var í verslun í Reykjavík. „Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar sem framleiddir eru fínir sauðaostar, þar er nánast allur bústofninn sýktur og þó þetta valdi júgurbólgum þá er engin leið fyrir þá að ráða við þetta. Ég gáði reyndar ekki hvort veiran væri lifandi, en hún var þarna.“ Valgerður segir að það eina sem þurfi til sé úrgangur þar sem veiran er lifandi. „Ef eitthvert dýr kemst í úrganginn, fuglar, hundar eða refir, þá er hætta á að þetta berist út, jafnvel inn í fjárhús. Líkurnar á þessu eru ekki miklar en eftir því sem innflutningurinn eykst því meiri eru líkurnar. Þá yrði úti um sauðfjárbúskap á þeim svæðum þar sem veiran finnst.“Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Óvíst er hver áhrifin yrðu á innflutning, en Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur gefið það út að það verði ekki leyfður innflutningur á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvælaheildsölunnar Innness, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum ætti hann von á því að byrja að flytja inn ferskt nautakjöt. Síðan þyrfti að fylgjast með viðbrögðum innanlandsmarkaðarins. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir enn of snemmt að segja til um mögulegar breytingar á kjötborðum verslana. „Það þarf ekki endilega að vera að áhrifin verði sjáanleg, við vitum það að Íslendingar kjósa oftar en ekki íslenska framleiðslu fram yfir annað,“ segir Gréta. Ólíkt grænmeti, þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, sé yfirleitt nægt framboð af kjöti hér á landi. „Ég tel ólíklegt að það verði flutt inn mikið af ferskum kjúklingi eða kalkúni þar sem það yrði ekki hagkvæmt vegna líftíma vörunnar, það yrði þá frekar nautakjöt eða tilteknar vörur þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Valgerður Andrésdóttir, doktor í sameindaerfðafræði, sem starfar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, telur mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk. Ástæðan er hætta á mæði-visnuveirusmiti sem gæti gert út af við sauðfjárbúskap á svæðum hér á landi. Um er að ræða veiru sem er skyld HIV og er landlæg í Evrópulöndum þar sem sauðfé hefur aðlagast. Segir Valgerður að ein sýkt kind geti valdið ómældu tjóni og reynslan af mæðiveikifaraldrinum sem gekk hér á landi um miðja síðustu öld sýni að farga þurfi öllu sýktu fé á þeim svæðum sem veiran finnst. Hrátt kjöt er nú þegar flutt til landsins í stórum stíl, en samkvæmt núverandi lögum þarf það að vera fryst í 30 daga. Er þó aðallega um að ræða nauta-, alifugla- og svínakjöt en lítið er flutt inn af kindakjöti. Ef frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra verða að lögum verður frystiskyldan afnumin. „Þessi veira þolir ágætlega frystingu, það sem skiptir máli er hvort kjötið er hrátt eða fulleldað. Þetta er spurning um líkur, eftir því sem meira er flutt inn því meiri líkur eru á að þetta berist í kindur,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún hefur fundið veiruna í frönskum sauðaosti sem keyptur var í verslun í Reykjavík. „Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar sem framleiddir eru fínir sauðaostar, þar er nánast allur bústofninn sýktur og þó þetta valdi júgurbólgum þá er engin leið fyrir þá að ráða við þetta. Ég gáði reyndar ekki hvort veiran væri lifandi, en hún var þarna.“ Valgerður segir að það eina sem þurfi til sé úrgangur þar sem veiran er lifandi. „Ef eitthvert dýr kemst í úrganginn, fuglar, hundar eða refir, þá er hætta á að þetta berist út, jafnvel inn í fjárhús. Líkurnar á þessu eru ekki miklar en eftir því sem innflutningurinn eykst því meiri eru líkurnar. Þá yrði úti um sauðfjárbúskap á þeim svæðum þar sem veiran finnst.“Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Óvíst er hver áhrifin yrðu á innflutning, en Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur gefið það út að það verði ekki leyfður innflutningur á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvælaheildsölunnar Innness, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum ætti hann von á því að byrja að flytja inn ferskt nautakjöt. Síðan þyrfti að fylgjast með viðbrögðum innanlandsmarkaðarins. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir enn of snemmt að segja til um mögulegar breytingar á kjötborðum verslana. „Það þarf ekki endilega að vera að áhrifin verði sjáanleg, við vitum það að Íslendingar kjósa oftar en ekki íslenska framleiðslu fram yfir annað,“ segir Gréta. Ólíkt grænmeti, þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, sé yfirleitt nægt framboð af kjöti hér á landi. „Ég tel ólíklegt að það verði flutt inn mikið af ferskum kjúklingi eða kalkúni þar sem það yrði ekki hagkvæmt vegna líftíma vörunnar, það yrði þá frekar nautakjöt eða tilteknar vörur þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38
Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00