Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 07:00 Kampýlóbakter sem kemur til landsins í kjöti deyr ef kjötið er eldað í gegn. Fréttablaðið/Hari Innflutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Fréttablaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti landsmanna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum.Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði.Mynd/Gunnar SverrissonÞórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kampýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að frystingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðingur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutningur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjölónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innflutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Innflutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Fréttablaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti landsmanna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum.Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði.Mynd/Gunnar SverrissonÞórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kampýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að frystingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðingur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutningur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjölónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innflutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00
Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30