Messi búinn að jafna sig eftir HM og gefur aftur kost á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 08:30 Lionel Messi umkringdur íslenskum landsliðsmönnum í leik á móti Íslandi á HM í Rússlandi 2018. Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason reyna hér að stoppa hann. Getty/The Asahi Shimbun Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Sjá meira
Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Sjá meira